14. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. desember 2023 kl. 09:20


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:20
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:20
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:20
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:20
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:20
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:32
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:20
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:21

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 9:53.

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Eggert Ólafsson

2026. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Uppbyggingarsjóður EFTA Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Þórður Jónsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 484. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:53
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Marteinsdóttir frá Landgræðslunni, Stella Samúelsdóttir frá UN Women og Þórir Guðmundsson frá Þróunarsamvinnunefnd.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerð Kl. 10:25
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:25
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:38